Fréttir

Biskupsritari óttast byltingu

By Miðjan

February 14, 2023

„Hér kemur kannski að helsta verkefni landans í dag; strönduðum kjaraviðræðum. Þar virðist manni að tónninn í forystu launþega sé að umbylta samfélagsgerðinni í sósíalíska veröld. Af þeim sökum hafi aldrei verið raunverulegur vilji til samninga – byltingin hafi alltaf verið fyrsti kostur. Það breytir engin samfélagsgerð í kjaraviðræðum – þar ræður hagfræði og samfélagssáttmáli þess kerfis sem búið er við ferðinni. Samfélagsgerð og breytingar þar á eiga heima á vettvangi stjórnmálanna í umboði almennings,“ þessi ósköp er að finna á baksíðu Fréttablaðsins. Það er Pétur Georg Markan biskupsritari sem þannig flaug um himingeiminn.

Enn og aftur finnast menn með þessa hugsun. Þetta er klikkað.