- Advertisement -

Fjármálaráðherra stöðvar lygina

Nú er ráðherrann kominn í andstöðu við eigið ráðuneyti. Stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi er undir árás.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Fjármálaráðherra landsins hefur loksins tjáð sig um mál Þorvaldar Gylfasonar prófessors varðandi hindrun á ráðningu hans sem ritstjóra norræns fagrits á sviði efnahagsmála, NEPR. Orðrétt sagði ráðherrann „Reyndar er það svo að þegar ég heyrði af þeirri uppástungu var ég afar skýr um að hann kæmi ekki til greina, enda tel ég að sýn og áherslur Þorvaldar Gylfasonar í efnahagsmálum geti engan veginn stutt við stefnumótun ráðuneytisins sem ég stýri.“ Fjármálaráðuneytið hafði áður lýst því yfir að einstaklingar eigi að njóta akademísks frelsis og að tjáningar eigi ekki að trufla frama í starfi. Nú er ráðherrann kominn í andstöðu við eigið ráðuneyti. Stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi er undir árás.

Þetta með að sýn og áherslur Þorvaldar í efnahagsmálum samrýmist ekki stefnu ráðuneytisins er opinberandi. Þorvaldur hefur leyft sér að rannsaka áhrif þess að auka jöfnuð og uppræta fátækt á sjálfbæran hagvöxt og félagsauð þjóða. Yfirlýsing ráðherrans verður ekki skilin á annan veg en að betra þjóðfélag fyrir alla sé ekki á dagskrá fjármálaráðuneytisins. Þetta svo sem vissu margir, en gott að fá þetta staðfest svona stuttu fyrir kosningar þar sem málið verður á dagskrá.

Í nýju viðtali hjá Kjarnanum við sænska prófessorinn Lars Calmfors og fráfarandi ritstjóra NEPR segir orðrétt „ Ég gerði öllum ljóst að það var mjög rangt að gera þetta. Við getum ekki látið pólitískar röksemdir hafa áhrif, þetta er akademískt starf“.

Tjáning ráðherrans svarar einnig þeirri spurningu sem ég setti fram í pistlinum „Hvar endar lygin í fjármálaráðuneytinu?“ varðandi við hverja Ólafur Heiðar Helgason átti þegar hann sagði orðrétt í neðangreindu skeyti „„That’s right – he does not enjoy our support“.  Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: