- Advertisement -

Bjarni Ben og hálaunakarlarnir

Hálaunafólk hóf hlaupið fyrir fáeinum árum og þar liggur ábyrgðin…

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Eins og ég hef bent á samanber þessi grein „Bjarni Ben fer með fleipur“ þá fór fjármálaráðherra með ósannindi í Silfri Egils þegar hann fullyrti að búið væri að bæta lífskjör mest hjá þeim sem eru á lægstu laununum. Núna ætla ég að sýna ykkur annað línurit sem ber saman þróun ráðstöfunartekna hjá láglaunakonum og hálaunakörlum yfir 6 ára tímabil.

Línuritið sýnir glögglega að láglaunakonan hefur setið eftir. Munur ráðstöfunartekna milli karlsins í næst efsta launaflokki (T9) og láglaunakonunnar í næst lægsta flokki (T2) hefur vaxið um 14,46% yfir árabilið. Sem sagt, ójöfnuður milli hópanna hefur vaxið þrátt fyrir fagurgala Bjarna Ben um annað.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Línuritið sýnir einnig að láglaunakonan er ekki að hefja neitt höfrungahlaup í launamálum. Hálaunafólk hóf hlaupið fyrir fáeinum árum og þar liggur ábyrgðin og þar liggur einnig lausnin á yfirstandandi kjaraviðræðum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: