- Advertisement -

Bjarni Ben sólaði launþegahreyfinguna upp úr skónum!

Þannig að ekki jókst jöfnuðurinn þrátt fyrir fögur fyrirheit Katrínar Jak.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Í tengslum við Lífskjarasamninga síðastliðið vor þá kynnti Bjarni Ben skattamálaráðherra breytingar á skattkerfinu sem koma átti launa-lágum vel og betur en launaháum. Aðgerðin átti að auka jöfnuð. Mikil glærusýning var sett upp og allir voða glaðir. Hér á vettvangi Miðjunnar þá hef ég fjallað um tillögurnar og sýnt fram á að um hreina sjónhverfingu er að ræða. Verkalýðsforystan bugaðist og lét blekkjast.

En þið þurfið ekkert að taka mark á mér. Skoðum bara raunáhrifin. Ég skálda upp tvo barnlausa einstaklinga og styðst við skattalögin sem voru í gildi árið 2019 og gilda í dag.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Jón Gunnarsson pólitíkus er með 1.000.000 krónur.

Auður Jónsdóttir skáld er með 400.000 krónur í mánaðarlaun og Jón Gunnarsson pólitíkus er með 1.000.000 krónur. Sömu laun gilda fyrir bæði árin því við erum bara að skoða áhrif skattkerfisbreytinga á þessa skálduðu einstaklinga.

Ráðstöfunartekjur Auðar hækka um 4.424 krónur á mánuði, en ráðstöfunartekjur Jóns hækka meira eða um 4.807 krónur. Hér munar 383 krónur eða um það bil 1 lítra af ab-mjólk.

Sem sagt, ráðstöfunartekjur þess launahærri hækka meira. Það er andstætt boðuðum áhrifum ríkisstjórnarinnar af skattalagabreytingum við undirritun Lífskjarasamninga.  Myndin breytist ekki þó ég miði við lægri laun eða 350.000 krónur. Þannig að ekki jókst jöfnuðurinn þrátt fyrir fögur fyrirheit Katrínar Jak.

Verkalýðshreyfingin lét Bjarna Ben „fokka sér“ svo ég noti þekktan frasa úr hruninu. En þar sem ég er kurteis maður þá var verkalýðshreyfingin sóluð upp úr skónum og þeim hent á haugana. Það er enn verið að leita að götuskónum. Sólveig í Eflingu er þó búin að finna annan skóinn sinn!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: