Stjórnmál

Bjarni boðar stríð gegn eignarrétti

By Miðjan

May 04, 2023

Úr þingræðu í gær. Það var Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sem talaði:

„…fjármálaráðherra boðar núna stríð gegn lífeyrisþegum og stríð gegn eignarréttinum, hefur lagt fram áform um að slíta ÍL-sjóði með lagasetningu, áform sem lífeyrissjóðirnir hafa mótmælt mjög harðlega. Það rignir yfir hann lögfræðiálitum en fjármálaráðherrann lætur sem það komi út á eitt hvort ríkið standi við skuldbindingar sínar eða ekki, talar um að lífeyrisþegarnir geti bara bætt tjónið af lagasetningunni sjálfir. Þekkist viðlíka aðför að eignarrétti í þeim ríkjum sem við viljum bera okkur saman við?“