Bjarni hunsaði ráðleggingar Hafró

Eitt síðasta pólitíska verk
Bjarna Benediktssonar, þá formanns Sjálfstæðisflokksins, var að hunsa ráðgjöf
Hafró og heimila 3.800 tonna kvóta í djúpkarfa. Stofninn er í hættu.

„Stofn­inn sam­an­stend­ur ein­ung­is af eldri
kynþroska fiski og eng­in nýliðun hef­ur átt sér stað í hart nær tvo ára­tugi.
All­ar veiðar munu leiða til enn frek­ari minnk­un­ar á stofn­in­um og þeim má
ein­fald­lega líkja við námugröft sem ekki get­ur tal­ist til sjálf­bærr­ar nýt­ing­ar,“ sagði Hafró.

Bjarna stóð á sama og heimilað,
þrátt fyrir varnaðarorð Hafró, veiðar á 3.800 tonnum.

„Til að hindra frek­ari hnign­un djúpkarfa­stofns­ins
við Ísland er nauðsyn­legt að draga úr veiðum en ekki auka þær. Því má ná með
því að fylgja ráðgjöf og reyna að draga sem mest úr meðafla djúpkarfa við aðrar
veiðar, þá sér­stak­lega í gulllax- og grá­lúðuveiðum,“ sagði Hafró.

Kvótaúthlutun Bjarna er í
gildi og verður svo út yfirstandandi kvótaár.