Stjórnmál

Bjarni í bankasölumálinu: Andstaðan er yfirvarp ríkissinna

By Miðjan

January 19, 2021

„Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að þeir sem helst tala gegn því að losa um hlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum eru einmitt þeir hinir sömu og vilja umfang ríkisins sem mest, tala almennt fyrir hærri sköttum, tortryggja einkaframtakið og telja meira að segja núna, í mestu efnahagslægð sem við höfum gengið í gegnum í heila öld og þrátt fyrir gríðarlegan halla á ríkisfjármálum, ástæðu til að auka verulega við í ríkisrekstrinum. Sú afstaða að nú sé ekki rétti tímapunkturinn er þess vegna í reynd yfirvarp þeirra sem vilja einfaldlega aukinn ríkisrekstur,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í gær.

„Það er t.d. sagt í umræðunni þessa dagana að ríkið sé að ráðast í sölu á ríkiseign í einum grænum hvelli og í mikilli óvissu um ýmsa þætti. Staðan sé mjög svört þegar kemur að lánabókinni og hagsmunir almennings ráði ekki för. Raunin er auðvitað sú að það verður engin endanleg ákvörðun tekin með því sem hér er verið að ræða,“ sagði hann.