- Advertisement -

Bjarni með talsmönnum bitcoin

…þar sem skipulögð glæpasamtök nota þennan gjaldmiðil; kókaínbarónar, hryðjuverkasamtök og fólk sem er á mörkum löglegra og ólöglegra viðskipta…

Gunnar Smári skrifar:

Bitcoin og aðrar rafmyntir eru að þróast í magnaðan subkúltúr, strákaheim þar sem blandast saman stjórnlaus hagnaðarvon, nýfrjálshyggjulegar hugmyndir um lausn frá öllu ríkisvaldi og jafnvel hugmyndir um hraðan persónuþroska a la Jordan Peterson.

Bitcoin hefur hækkað í verði í kórónastöðnuninni, eins og aðrar gamlar eignir svo sem hlutabréf og fasteignir. Frá því um miðjan mars í fyrra hefur skráð gengi bitcoin hækkað um 880%.

Þessi mikla hækkun hefur ýtt undir fráleita spákaupmennsku sem dregur sífellt ný og ný fífl inn í bóluna, sem að lokum mun springa í andlitið á síðustu fíflunum. Þó er ekki víst að bitcoin falli alveg niður í núll, þar sem skipulögð glæpasamtök nota þennan gjaldmiðil; kókaínbarónar, hryðjuverkasamtök og fólk sem er á mörkum löglegra og ólöglegra viðskipta, eins og stórfyrirtæki og fjárfestar sem skjóta undan skatti og þurfa að fela feng sinn. Bitcoin sameinar svona hópa nýfrjálshyggjunötturum, sem deila með þeim óbeit á hefðbundnu lýðræði og ríkisvaldi sem framkvæmdaarmi þess.

Það er því kannski ekki að undra að fjármálaráðherrann á Íslandi, kunnur aflandsprins úr Panamaskjölunum og andstæðingur almannavalds, maður sem vill flytja allt vald frá almenningi út á markaðinn til hinna ríku, hafi boðið helstu spámönnum rafmynta á sinn fund til að skiptast á skoðunum. Svona fólk fær fund með ráðherranum, þótt hann neiti að hitta talsfólk öryrkja, verkalýðs og annarra hópa sem líða fyrir stjórnarstefnuna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: