- Advertisement -

Björn Leví, byrjaðu á sjálfum þér!

En vill dýrlingurinn ekki byrja á sjálfum sér áður en hann sest næst á háhest.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Björn Leví hinn sjálfskipaði ríkisrannsóknari gengur um með dýrlingabaug. Ekkert fer fram hjá honum. Sest hann iðulega á háhest og leggur fyrir Alþingi óteljandi fánýtar fyrirspurnir um allt og ekkert. Fyrirspurnir sem stífla stjórnkerfið með tilheyrandi kostnaði sem skattborgarar borga fyrir. Hann er nefnilega mesti rannsakari samtímans og miklu betri en löggiltur endurskoðandi ríkisreikninga, Ríkisendurskoðandi og Umboðsmaður Alþingis allir til samans. Björn Leví er bestur eða það finnst honum.

En vill dýrlingurinn ekki byrja á sjálfum sér áður en hann sest næst á háhest. Gera hreint fyrir eigin dyrum? Í lögum um bókhald Pírata stendur að bókhald félagsins skuli vera opið almenningi á vefsíðu þess og uppfært jafnóðum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég ætlaði að athuga ákveðið mál hjá Pírötum með því að skoða hið gagnsæa samtímabókhald Pírata, en fann ekkert opið bókhald. Það eina sem finnst er gamall ársreikningur frá árinu 2017.  Getur sjálfskipaði ofsarannsakarinn útskýrt brot Pírata á eigin reglum.  

Hræsnin verður vart meiri en að krefja hið opinbera stanslaust um upplýsingar og vera síðan sjálfur með brækurnar niður um sig.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: