- Advertisement -

Blekkingarvél fjármálaráðherra á fullu

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Ég vorkenni Íslendingum að hafa jafn óhæfan fjármálaráðherra og við höfum í dag. Fortíð hans og nútíð er hlaðin svínaríi. Og hann er enn við völd í skjóli Vinstri grænna og Framsóknarflokksins.

Blekkingavél fjármálaráðherra er komin á fulla ferð eftir kærkomið frí frá svindlkosningunum. Samhliða því að hann selur Íslandsbanka á undirverði vippar hann sér hiklaust í ræðustól Alþingis og reynir að blekkja landann. Nýjasta útspil hans er þetta hér Í hlutfalli við landsframleiðslu eru skuldir heimilanna hvergi lægri á Norðurlöndum en hér. Þetta er rangt enda evrulandið Finnland með lægra hlutfall.

Og þetta er ekki einu sinni hálf sagan því að á endanum borga heimilin einnig opinberar skuldir. Taka verður því tillit til opinberra skuldir þegar skuldabyrðin er skoðuð. Myndin sem fylgir sínir samtölu beggja skuldaflokka og trónir Ísland því miður enn einu sinni á óeftirsóknarverðum toppi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Blekkingaráðherrann sleppti síðan að fjalla um að á Íslandi eru vextir og verðbólga miklu hærri en á hinum Norðurlöndunum. Bæði atriðin valda þyngri greiðslubyrði á Íslandi. Ég vorkenni Íslendingum að hafa jafn óhæfan fjármálaráðherra og við höfum í dag. Fortíð hans og nútíð er hlaðin svínaríi. Og hann er enn við völd í skjóli Vinstri grænna og Framsóknarflokksins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: