- Advertisement -

Bogi fárast yfir launum – ekki sínum – heldur annarra

„Launahækkanir hér á Íslandi hafa verið, leyfi ég mér að segja, algjörlega út úr kortinu miðað við samkeppnislöndin. Síðustu tólf mánuði hafa þetta verið ríflega 10% á ársgrundvelli meðan við erum að horfa upp á núll til tvö prósent hjá samkeppnislöndunum. Þannig að þetta verður alltaf mjög krefjandi verkefni fyrir íslensk fyrirtæki að standa í þessari samkeppni en við erum að vinna í þessu módeli, þessu íslenska módeli þannig að tekjumódelið verður að endurspegla það,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair í silkimjúku Moggaviðtali.

Má vera að laun hér séu enn undir því sem gengur og gerist í hinum Norðurlöndunum? Nema hjá til dæmis ráðherrum, þingmönnum og bæjarstjórum. Og kannski á það líka við um forstjóra sem skila ítrekað stórkostlegu tapi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: