- Advertisement -

Bölinu skilað til föðurhúsanna

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Síðan er það hitt sem skiptir máli fyrir framtíðartekjuöflun sveitarfélaganna að borgin setti um 20 prósent af tekjum sínum í nýja varanlega innviði á meðan Selirnir settu aðeins 11 prósent í innviðauppbyggingu.

Hinn flugmælski, og annars málefnalegi, Þorsteinn Sæmundsson hélt því ranglega fram í þræði á Fésbókinni við grein mína „Múrarameistarinn dæmalausi“  að fjárhagsstaða Seltjarnarnesbæjar væri betri en Reykjavíkurborgar. Það skiptir í raun engu máli hvaða mælikvarði er valinn, fjárhagsstaða borgarinnar er miklu betri en Seltjarnarinnar miðað við síðasta heila rekstrarárið, en ótraust getur verið að byggja álit á milliuppgjörum. Það er svona eins og að staðnæmast  í miðri á.

Hlutfall eiginfjár í Reykjavík er 49 prósent á meðan það er aðeins 32 prósent á Seltjörninni. Tekjur á hvern íbúa eru um þriðjungi hærri í borginni og EBITDA í hlutfalli við tekjur er meira en 17 prósent í höfuðstaðnum á meðan hlutfallið er rúm 3 prósent hjá Seltjarnarnesbæ. Arðsemi eigin fjár er 1,4 prósent í Reykjavík á meðan hún er neikvæð um 10 prósent hjá Seltjarnarnesbæ. Og svona telur þetta áfram.

Síðan er það hitt sem skiptir máli fyrir framtíðartekjuöflun sveitarfélaganna að borgin setti um 20 prósent af tekjum sínum í nýja varanlega innviði á meðan Selirnir settu aðeins 11 prósent í innviðauppbyggingu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Velta má því svo upp af hverju höfuðborgin stendur sig betur í þjónustu við fatlaða og fólk í ýmissi neyð? Það kostar nefnilega skildinginn að sýna mennsku og mannúð. Ég segi því við Þorstein „að lengi má böl bæta með því að varpa ábyrgðinni yfir á aðra.“  


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: