
Hún hafði hækkað um 7,19 prósent í verði frá því í janúar.
Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Ég geri mín innkaup að mestu í Costco vegna vöruúrvals, gæða, verðs og rýmis. Birgi mig vel upp hverju sinni. Ég fylli síðan upp í innkaupin með því að fara í aðrar verslanir. Landsmenn vita að vöruverð hækkaði mikið á síðasta ári, sem var vont. Sjálfur skrái ég öll innkaup samviskusamlega til að hafa puttann á púlsinum og sé því strax breytingar á vöruverði. Í dag þá fór ég í Bónus til að ná í ákveðna innflutta vöru. Hún hafði hækkað um 7,19 prósent í verði frá því í janúar. Ég mun fara í aðra búð næst þegar ég þarf að kaupa vöruna og kanna hvort verðið sé lægra. Hefði átt að gera það strax í dag, en var í tímaþröng. Ég efast um að slagorð Bónus „ekkert bruðl“ standist.