Fréttir

Borgarfulltrúinn verður tekinn á beinið

By Miðjan

June 18, 2014

Stjórnmál Framsóknarflokkurinn heldur miðstjórnarfund innan tíðar. Ekki er gert ráð fyrir að allt verði þar með friði og spekt.

Sveinbörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti flokksins í Reykjavík, gerir ráð fyrir að hann verði sótt vegna kosningabaráttunnar í Reykjavík. Sveinbjörg var gestur í morgunútvarpi rásar 2, og sagði þar meðal annars.

„Ætli ég fái ekki brjálaðar skammir í hattinn og þurfi að standa fyrir máli mínu sem ég reyni nú að gera hvar sem ég fer og sýna iðrun og æðruleysi í þessu máli. Það virðist vera að fólk bíði bara eftir því að ég liggi bara og sleiki skóna hjá því sko.“