Fréttir

Borgin: Borgaði Samfylkingarfólki 110 milljónir

By Miðjan

March 13, 2017

Heildarlaunakostnaður Reykjavíkur vegna kjörinna fulltrúa Samfylkingarinnar var 109.697.372 árið 2015. Framsókn og flugvallavarvinir óskuðu eftir upplýsingunum.

„Í þessu svari er launakostnaði Samfylkingarinnar skipt í tvennt og laun borgarstjóra tekin út. Í fyrirspurninni var ekki spurt sérstaklega um launakostnað borgarstjóra, enda hefur það verið gert í annarri fyrirspurn sem svarað var í desember 2016. Samkvæmt svari þessu er heildarlaunakostnaður Samfylkingarinnar á árinu 2015 kr. 109.697.372,“ segir í bókun Framsóknarflokksins.

Nú er spurt meira. „Óskað er eftir upplýsingum um heildarlaunakostnað, ásamt launatengdum gjöldum, hvers stjórnmálaflokks á árinu 2016. Svarið skal taka yfir greiðslur til allra fulltrúa stjórnmálaflokkanna í nefndum og ráðum á vegum Reykjavíkurborgar.“