- Advertisement -

Borgin varð af nærri sjö milljörðum

Til þess skap­ast svig­rúm þegar of­ur­tekj­ur hinna ofsa­ríku verða skattlagðar í sama hlut­falli og lág­ar tekj­ur fólks sem er að berj­ast fyr­ir að eiga í sig og á.

Sanna Magdalena Mörtudóttir hefur ekki leynt vilja sínum til að útsvar verði lagt á fjármagnstekjur. Mogginn, þar sem þessi hugmynd þykir hin allra versta, tók hana tali.

Í frétt Moggans segir: Spurð um mögu­leg­ar tekj­ur af álagn­ingu út­svars á fjár­magn­s­tekj­ur seg­ir Sanna að ef skoðaðar séu töl­ur frá í fyrra sé áætlað að borg­in hefði getað fengið tæpa 6,8 millj­arða í borg­ar­sjóð og að öll sveit­ar­fé­lög­in í heild hefðu fengið rúm­lega 17 milljarða ef út­svar hefði verið lagt á fjár­magn­s­tekj­ur.

„Sjálf­stæðis­menn tala um þetta sem skatta­hækk­un sem er ekki rétt, þarna er ekki um neina hækk­un að ræða, held­ur að all­ar tekj­ur beri sömu skatta, hvort sem það eru fjár­magn­s­tekj­ur eða launa­tekj­ur. Ég get því ekki séð þetta sem hækk­un, held­ur að það sama gildi yfir alla,“ seg­ir hún.

Þetta er ekki skattahækkun.

Sanna bend­ir á að fjár­magn­s­tekju­skatt­ur sé t.d. lagður á ein­stak­linga sem fá greidd­an arð frá fyr­ir­tækj­um, ein­stak­linga sem selt hafa fyr­ir­tæki eða hluti í þeim með sölu­hagnaði, ein­stak­linga sem hafa mikl­ar leigu- eða vaxta­tekj­ur og ekk­ert af þessu dragi úr fjár­fest­inga­getu fyr­ir­tækja. „Það sem dreg­ur úr fjár­fest­inga­getu fyr­ir­tækja fyrst og fremst er hversu mik­inn arð eig­end­ur taka úr rekstr­in­um til að greiða sér,“ seg­ir Sanna.

Þá seg­ir hún um þá gagn­rýni að gengið sé á sparnað al­menn­ings með slíkri skatt­heimtu að það séu þrep í fjár­magn­s­tekju­skatti „til að halda vöxt­um af venju­leg­um sparnaði utan skatt­heimtu og við ger­um eng­ar til­lög­ur um að af­nema þau, það má jafn­vel skoða það að hækka þau lít­il­lega. Til þess skap­ast svig­rúm þegar of­ur­tekj­ur hinna ofsa­ríku verða skattlagðar í sama hlut­falli og lág­ar tekj­ur fólks sem er að berj­ast fyr­ir að eiga í sig og á.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: