Fréttir

Börn eru rukkuð fyrir næringu

By Aðsendar greinar

January 29, 2023

Sósíalistar í Reykjavík lögðu það til í skóla- og frístundaráði að skólamáltíðir verði með öllu gjaldfrjálsar í grunnskólum Reykjavíkur. Jafnaðargjald á mánuði vegna máltíða fyrir barn í grunnskóla er núna 11.195 kr. Börn eru rukkuð fyrir næringu sem er forsenda þess að þau þroskist og dafni. Með því að fella út gjald fyrir mat er borgin að tryggja jöfnuð og taka út stéttaskiptingu í skólakerfinu. Innan skóla Reykjavíkur á slíkt ekki að vera við lýði.