- Advertisement -

„Botn­in­um virðist náð“

„Tíma­bært er að stjórn­völd opni aug­un og láti hend­ur standa fram úr erm­um.“

„Komið hef­ur á dag­inn að ný sam­einuð sýslu­mann­sembætti eru stór­lega van­fjár­mögnuð þrátt fyr­ir að litl­ar sem eng­ar breyt­ing­ar hafi orðið á verk­efn­um þeirra. Þetta hef­ur óhjá­kvæmi­lega leitt til skertr­ar þjón­ustu, stytt­ing­ar af­greiðslu­tíma, lengri málsmeðferðar­tíma og upp­sagna starfs­fólks. Þjón­ust­an við al­menn­ing hef­ur versnað og starfs­fólk sýslu­mann­sembætt­anna veit varla í hvorn fót­inn það á að stíga. Botn­in­um virðist náð.“

Þannig skrifar bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, í Moggann. Tilefnið er sameining sýslumannsembætta og slæm fjárhagsstaða þeirra, sem glögglega í ljós í úttekt ríkisendurskoðunar.

Ásthildur spyr: „Hvers eiga sýslu­menn að gjalda?“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Bjarni Benediktsson og Sigríður Á. Andersen:
„Þjón­ust­an við al­menn­ing hef­ur versnað og starfs­fólk sýslu­mann­sembætt­anna veit varla í hvorn fót­inn það á að stíga. Botn­in­um virðist náð.“

Og bendir á afleiðingarnar: „Staðreynd­ir máls­ins eru þess­ar: Bein­ar upp­sagn­ir starfs­fólks vegna rekstr­ar­vanda, frest­un nýráðninga við starfs­lok, þjón­ustu­skerðing, styttri af­greiðslu­tími og al­mennt fjár­svelti. Og nær eng­in ný verk­efni hafa verið vistuð hjá embætt­un­um eins að var stefnt. Klára þarf sam­ein­ingu sýslu­mann­sembætt­anna með viðeig­andi fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu, ít­ar­legri skil­grein­ingu á verk­efn­um og nauðsyn­leg­um fjár­veit­ing­um til inn­leiðing­ar ra­f­rænn­ar stjórn­sýslu og annarra brýnna verk­efna.“

Ásthildur sendir pillu á forystu síns flokks, en ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa um árabil ráðið dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti.

„Tíma­bært er að stjórn­völd opni aug­un og láti hend­ur standa fram úr erm­um.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: