Fréttir

„Braggamálið er rétt að byrja“

By Miðjan

January 07, 2019

„Þegar Samfylkingarmenn eru komnir út í horn þá gera þeir lítið úr konum – líklega líkar þeim ekki sterkar konur. Dagur lét að því liggja í kvöldfréttum RÚV að Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi væri ekki sjálfstæð í verkum sínum heldur hefði hún lúffað fyrir ósýnilegum óvini Samfylkingarinnar sem hann finnur sífellt þegar gefur á bátinn í Sjálfstæðisflokknum eða Hádegismóum – það er aumkunarvert,“ segir Vigdís Hauksdóttir.

„En annars sagði Dagur þetta á Rás 1 kl. 18:00: „: ja braggamálinu er lokið, framkvæmdum er lokið, óháðri úttekt er lokið. Núna bíða umbætur og ég held að það sé skilda okkar allra að vinna að því, þar er stjórnkerfið undir og við berum öll ábyrgð á því að tryggja að ferlar séu fyrir hendi, þeim sé fylgt og svona gerist ekki aftur og það er einfaldlega ein af skyldum mínum að fylgja eftir ábendingum innri endurskoðunar og það ætla ég sannarlega að gera.“– það er líka aumkunarvert og meira að segja líka ósatt.“

Og Vigdís endar svona: „Braggamálið er rétt að byrja.“