- Advertisement -

Brauðmolakenning ríkisstjórnar Katrínar Jak

Rannsóknin leiddi í ljós að lækkun skatta á allra ríkasta fólkið olli auknum ójöfnuði.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Þegar nýfrjálshyggjan fór að ryðja sér til rúms í kringum 1980 þá fór falskur áróður af stað um að skattalækkun hinna allra ríkustu leiði af sér öflugra hagkerfi. Því er haldið fram að brauðmolar sem detta af nægtaborði ríkasta slektisins bæti stöðu þeirra sem eru neðar í tekju- og eignastiganum. Glæný rannsókn á vegum London School of Economics afsannar þetta. Brauðmolakenningin er röng, hún er blekking. Kenningunni hefur hiklaust verið haldið fram á Íslandi af fólki sem telur smart að fara fram með bábiljur.

Rannsóknin leiddi í ljós að lækkun skatta á allra ríkasta fólkið olli auknum ójöfnuði, slektið sankaði að sér auknum auði á kostnað annarra þjóðfélagshópa. Einnig var sýnt fram á að umræddar  skattalækkanir stuðla ekki að öflugra hagkerfi. Hagvöxtur dreift á mannfjölda er óbreyttur og sama á við um atvinnustigið. Rannsóknin var víðfeðm og náði yfir 18 lönd sem við berum okkur gjarnan saman við.

Eins og ég hef ítrekað fjallað um í greinum hér á Miðjunni þá hafa breytingar núverandi ríkisstjórnar á tekju- og fjármagnssköttum verið í anda kenningarinnar um brauðmolana. Ríkasta fólkið fær til sín stækkandi kökusneið án þess að það stuðli að meiri hagvexti eða aukinni atvinnu. Brauðmolakenningin lifir góðu lífi í vistaverum ríkisstjórnar Katrínar Jak.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: