
Jóhann Þorvarðarson:
Brauðmolakenningin, sem kennd er við Thatcher og Reagan, er því komin í ruslið hjá helstu hagkerfum veraldar. Bretar sturtuðu henni í ruslagám með óendurvinnanlegu drasli þegar Liz Truss var rekin.

Helsta hlutabréfavísitala Kína, Hang Seng, féll um 6,4 prósent í upphafi vikunnar. Lækkunin var yfir þúsund stig og er það níunda skiptið frá því í febrúar á síðasta ári. Á tímabili myndarinnar þá hefur yfir helmingur verðmætis Hang Seng gufað upp. Til samanburðar þá er lækkun bandarísku Dow Jones hlutabréfavísitölunnar 14 prósent.
Þróunina má fyrst og fremst rekja til tveggja ákvarðana. Annars vegar er það núllstefna kínverskra stjórnvalda varðandi kóvít-19 og hins vegar stefnan um að breyta regluverki hins frjálsa markaðar til að koma í veg fyrir óhóflega auðsöfnun fárra. Tilgangurinn er að auka almennan jöfnuð. Stefnan var síðan fest enn betur í sessi um helgina þegar Xi Jinping forseti fékk aukin völd. Með tímanum þá mun Hang Seng vísitalan jafna sig, en með traustara og breiðvirkara hagkerfi undir fótum.
Það verður að teljast vera afrek hjá Bjarna Ben.
Brauðmolakenningin, sem kennd er við Thatcher og Reagan, er því komin í ruslið hjá helstu hagkerfum veraldar. Bretar sturtuðu henni í ruslagám með óendurvinnanlegu drasli þegar Liz Truss var rekin. Bandaríkin voru nú þegar snúin frá tilraunum Donalds Trumps að koma kenningunni aftur á flot. Og nú bætist Kína í hópinn. Svona er þetta víðast.
Eftirhreyta kenningarinnar lifir þó góðu lífi á Íslandi þar sem tilteknir forréttindahópar njóta umtalsverðrar skattaívilnanna undir þéttu lófaklappi Vinstri grænna og Framsóknar. Það verður að teljast vera afrek hjá Bjarna Ben.