- Advertisement -

Bravó Lilja Alfreðs

Jóhann Þorvarðarson:

Auðvitað er það rétt hjá Lilju að Framsókn kom með skrilljónirnar úr þrotabúa útrásarbankanna enda stjórnar Framsókn þrotabúum landsins. Allir þræðir liggja nefnilega til Framsóknar eins og vatn sem nálgast árósinn.

Ég skil það vel að Lilja Alfreðs eigi erindi í stjórnmálin. Hún á nefnilega ekki í vandræðum með að brjóta jafnréttis- og stjórnsýslulög. Já og tala um kjarna málsins. Og hún stóð líka upp í hárinu á fjármálaráðherra fyrir fáeinum mánuðum varðandi seinni söluna á hlutabréfum í Íslandsbanka. Hún þurfti nefnilega á því að halda að þyrla upp ryki í einhverjum grjóthörðum tilgangi, sem allir muna eftir. Hún sýndi þá þjóðinni að hún er með bein í nefinu.

Í dag þá bætti hún um betur með innihaldsríkri umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi. Í henni þá stendur Lilja þétt upp við mjóhrygg fjármálaráðherra þegar hún hóf tal sitt um að Framsóknarflokkurinn hafi komið einhverjum 600 milljörðum króna inn í ríkissjóð við uppgjör gjaldþrota útrásarbanka. Vegna skrilljónanna þá væri bara í lagi að selja hlutabréf í Íslandsbanka á undirverði til föður fjármálaráðherra, velja götótt söluferli og brjóta jafnræðisreglu stjórnsýslulaga í söluferlinu. Auðvitað er það rétt hjá Lilju að Framsókn kom með skrilljónirnar úr þrotabúa útrásarbankanna enda stjórnar Framsókn þrotabúum landsins. Allir þræðir liggja nefnilega til Framsóknar eins og vatn sem nálgast árósinn.

Síðan fór Lilja að rella gáfulega um Icesave enda grundvallarmál á ferðinni við sölu hlutabréfa í Íslandsbanka. Svo mikilvægt er málið að hvergi er minnst á það í skýrslu Ríkisendurskoðanda. Af málefnalegum ástæðum þá ákvað Lilja síðan að hafa ekki uppi eitt orð um gjaldþrota ÍL-sjóðs, sem er afsprengi Framsóknarþótta. Ég er svo sannarlega með það á hreinu af hverju Lilja Alfreðs er í stjórnmálum og er ætíð vitrari eftir að hafa hlustað á hana mala. Ég er þakklátur Kristrúnu Frostadóttur fyrir að hafa opnað augun mín betur fyrir yfirburðum Lilju Alfreðs.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: