- Advertisement -

Bresk inngrip

Jóhann Þorvarðarson:

Að óbreyttu þá verður Liz Truss ekki lengi í embætti enda virðist hún vera hinn mesti óviti. Hún stendur núna frammi fyrir tveimur valkostum. Annar er að taka u-beygju ellegar að fá á sig vantraust á breska þinginu.

Bresk inngrip

Seðlabanki Bretlands greip inn á skuldabréfamarkaðinn þar í landi í dag. Keypt voru 20 ára löng skuldabréf og fram til 14. október þá stefnir bankinn á að kaupa bréf að andvirði 10 þúsund milljarða króna. Tilgangurinn er að stemma stigu við vaxandi þjóðhagsógn vegna glórulauss fjárlagafrumvarps ríkisstjórnar Liz Truss. Lánamarkaðir hiksta og hafa ný útlán jafnvel stöðvast vegna hratt hækkandi ávöxtunarkröfu fjármálamarkaða og tengdri brunaútsölu á bréfunum. Bankar og aðrar fjármálastofnanir gætu átt erfitt með að fjármagna sig nema á sérstökum óvildarkjörum.

Seðlabanki Bretlands óttast ógnvænlega keðjuverkun ef ekki tekst að koma stöðugleika á skuldabréfamarkaði og að ný fjármálaskrísa sé annars í aðsigi. Að óbreyttu þá verður Liz Truss ekki lengi í embætti enda virðist hún vera hinn mesti óviti. Hún stendur núna frammi fyrir tveimur valkostum. Annar er að taka u-beygju ellegar að fá á sig vantraust á breska þinginu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef ekki tekst að ná tökum á ástandinu þá mun það klárlega smitast yfir til annarra landa. Það var því í meira lagi undarlegt að á fjölmiðlafundi hjá Seðlabanka Íslands í dag, þar sem fjármálastöðugleiki Íslands var umtalsefnið, að staðan á Bretlandseyjum var ekki ávörpuð. Er eins og að bankinn haldi að Ísland sé ónæmt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: