
Jóhann Þorvarðarson:
Allt eru þetta vond tíðindi fyrir Ísland því mikil milliríkjaviðskipti eru við löndin og breytingar á ytri aðstæðum eru fljótar að raungerast.
Nýjar verðbólgutölur frá Bretlandi ullu vonbrigðum í dag. Álestur þriggja ólíkra verðbólgumæla sýnir að verðbólgan þrjóskast við þvert á væntingar þar um.
Elsti mælirinn (Retail Price Index) sýndi hækkun upp á 0,7 prósent í maí og voru árlegar verðbreytingar því óbreyttar í 11,3 prósentum. Annar mælikvarði, neysluverðsvísitalan, hækkaði jafn mikið í maí, sem leiddi af sér árlega hækkun upp á 8,7 prósentum. Á samræmdan mælikvarða þá jókst bólgan um 0,6 prósent eða jafnmikið og fyrir ári síðan. Það eru talsverð vonbrigði og fór árleg verðbólga á þennan mælikvarða því upp í 7,9 prósent eftir að hafa staðnæmst við 7,8 prósent.
Það voru fjórir liðir sem lögðu mest til viðnáms niður á við: matvara, flug, menning og tómstund og sala á notuðum bifreiðum. Á móti þá lækkaði orkukostnaður, en ekki er hægt að búast við að hann dragi endalaust úr verðhækkunum. Miðað við þróun á heimsmarkaði þá hefur olía staðnæmst við 70 dollara á Tex-tunnuna. Og ef eitthvað þá hefur verðið frekar sýnt vilja að fara upp á við en niður. Við bætist að Sádar drógu nýlega úr olíuframboði hjá sér.
England:
Auknar væntingar er því um að Bank of England þurfi áfram að hækka stýrivexti.
Undirliggjandi verðbólga heldur áfram að vera til vandræða. Á mælikvarða neysluverðsvísitölu þá hækkaði hún úr 6,8 prósentum í 7,1 prósent á ársgrundvelli og hækkanir á samræmdan kvarða jukust einnig og stóðu í 6,5 prósentum í maí. Þetta er kjarnar verðbólguvandann. Verðhækkanir eru útbreiddar og virðast vaxtahækkanir virka takmarkað enn sem komið er. Auknar væntingar er því um að Bank of England þurfi áfram að hækka stýrivexti.
Í Bandaríkjunum þá komu nýjar tölur um húsnæðismarkaðinn út í gær og voru þær líflegar, langt umfram væntingar. Og í dag mætti síðan Jerome Powell seðlabankastjóri Bandaríkjanna á opinn fund hjá þinginu í Washingtonborg. Lýsti hann yfir að baráttunni við verðbólguna væri hvergi nærri lokið og boðaði fleiri vaxtahækkanir þegar líða tekur á árið. Þetta gæti aukið á íslensk bólguvandamál þar sem hækkandi stýrivextir í nágrenni Íslands setur þrýsting á krónuna í veikingarátt. Sögulega þá hefur það kallað á enn hærri vexti á Íslandi. Að óbreyttu þá eigum við eftir að sjá íslenska stýrivexti fara yfir 10 prósentin eins og ég varaði við fyrir nokkrum misserum.
Allt eru þetta vond tíðindi fyrir Ísland því mikil milliríkjaviðskipti eru við löndin og breytingar á ytri aðstæðum eru fljótar að raungerast. Þannig að ég ber ugg í brjósti vegna ástandsins beggja vegna Atlantsáls sem og innanlands. Árstíðabundnar sumarhækkanir í ferðaiðnaðinum munu gera vart við sig á sama tíma og gengi krónunnar gagnvart mikilvægum gjaldmiðlum veiktist á mikilvægum tíma. Síðan virðist leigu- og húsnæðismarkaðurinn ekki ætla að gefa tommu eftir.