- Advertisement -

Bretar búa í haginn fyrir áhættusett heimili!

Jóhann Þorvarðarson:

Aðilar samkomulagsins gefa sér að ekki sé langt í að verðbólga neglist niður við fjallsræturnar í stað þess að klifra hærra. Allt er þetta mjög íslenskt er það ekki? 

Nú er sagt frá nýju samkomulagi milli breska fjármálaráðuneytisins og banka þar í landi um að gefinn verði í það minnsta 12 mánaða fyrirvari áður en fjölskyldur þurfa að yfirgefa heimili sín vegna vanefnda á stökkbreyttum íbúðalánum nú þegar vaxtafestan er byrjuð að renna sitt skeið á enda. Einnig hefur náðst samkomulag um að áhættusett heimili geti frestað afborgunum og greitt einungis vaxtakostnaðinn þar til verðbólgan verður komin niður að fjallsrótum.

Þetta er hænuskref og gefur kannski fyrirheit um annað og meira. Vandinn við það að greiða eingöngu vextina og fresta afborgunum er að heimilin losna ekki við okurvextina þó mánaðarlegur greiðsluþungi lækkar um sinn. Frestun afborgana táknar einnig að kostnaður við kaup á undirliggjandi íbúð hækkar og þar með breytast upphaflegu forsendurnar sem lágu til grundvallar þegar ákveðið var að kaupa eigin íbúð. Fólk er nú þegar farið að lengja í lánum um 5 til 10 ár.

Sá póll virðist hafa verið tekinn í hæðina að bankarnir deili ekki þeim erfiðleikum sem nú herjar á bresk heimili og munu þeir græða ótæpilega á vanda heimila. Aðilar samkomulagsins gefa sér að ekki sé langt í að verðbólga neglist niður við fjallsræturnar í stað þess að klifra hærra. Allt er þetta mjög íslenskt er það ekki? 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: