- Advertisement -

Bretar stofna ríkisbanka

Ég öfunda Breta að hafa svona flottan og nútímalegan fjármálaráðherra.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Bresk stjórnvöld ætla að stofna grænan innviðabanka, ríkisbanka, að sögn fjármálaráðherrans Rishi Sunak. Bankinn á að fjárfesta í allskonar innviðum sem byggja á grænum lausnum. Með þessu vill breska ríkið stuðla að snöggri nútímavæðingu hagkerfisins og skapa aukna atvinnu.  Bankinn mun ýmist eiga sjálfur í innviðum sem verða fjármagnaðir, veita hagstæð lán til bæði sveitarfélaga og einkaaðila og veita ríkisábyrgðir. Á sama tíma þá ætlar ríkisstjórn Íslands að einkavæða Íslandsbanka á vakt Panamaprinsins Bjarna Ben. Ég öfunda Breta að hafa svona flottan og nútímalegan fjármálaráðherra.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: