- Advertisement -

Er Brynjar bjáni?

Mætir sjálfur illa, jafnvel ekki, á fundi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Þingmaðurinn segir að Bubbi Morthens þarfnist leiðbeiningar um hvernig verðmæti verða til í hagkerfinu. Gefur svo í skyn að vegna þess að Samherji skapi verðmæti að þá eigi Bubbi ekkert með að vera með gagnrýna tjáningu í garð fyrirtækisins. Segir síðan að listamaðurinn hafi ekki vit á málum. Skrif Brynjars hitta hann sjálfan fyrir enda uppi efasemdir að þingmaðurinn skapi þjóðhagsleg verðmæti. Mætir sjálfur illa, jafnvel ekki, á fundi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þó það falli undir starfsskyldur hans. Og ekki var hann að skapa þjóðhagsleg verðmæti þegar hann kaus að fara ekki að ráðum sóttvarnaryfirvalda og dvaldi á Spáni um páskana. Taldi betra að eyða peningum suður frá í stað þess að efla Ísland á ögurtímum.

Út frá sjónarhóli hagfræðinnar þá er verðmætasköpun matvælafyrirtækja ekki merkilegri en verðmætasköpun kennara eða heilbrigðisstarfsfólks. Í raun má færa fyrir því sterk rök að menntakerfið skapi meiri verðmæti en útgerðarfyrirtæki. Skólakerfið undirbýr nefnilega unga fólkið til að vera á vinnumarkaði í fimmtíu ár eða svo. Það að útflutningsfyrirtæki afli gjaldeyristekna gerir ekki verðmætasköpun útgerðarfyrirtækja merkilegri. Ef við færum okkur vestur um haf þá er útflutningur Bandaríkjanna ekki nema um 12 prósent af hagkerfinu. Þar eru menn ekki uppteknir af þeirri ranghugmynd að útflutningsverðmæti séu merkilegri en önnur verðmæti.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Íslensk menning skapar vaxandi útflutningsverðmæti. Eitthvað sem hefur vart farið fram hjá nokkrum manni nema þá kannski honum Brynjari. Tónlist hefur þar spilað eftirtektarverða rullu eins og fjölmargar alþjóðlegar tónlistarhátíðir bera vitnisburð um. Svo eru erlendir gestir um 67 prósent allra safngesta á Íslandi. Ef við höldum okkur við gjaldeyrissköpun þá voru tekjur af erlendum ferðamönnum meiri en útflutningstekjur sjávarafurða og iðnaðarvara í mörg ár áður en veirufaraldurinn skall á heiminum. Aðdráttaraflið er íslensk náttúra og fjölbreytt íslensk menning. Miðað við skrif Brynjars þá þykir honum ekki rétt að minnast á þessar staðreyndir enda löngu ljóst að hann stýrist af þröngu sjónarhorni og sérhagsmunum. Árás Brynjars á íslenska menningu var glötuð.         


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: