- Advertisement -

Covid er skæðara en allt hitt til samans

Gunnar Smári skrifar:

Ég hef séð pósta með vísun í sænskar tölur sem eiga að sýna fram á covid sé ekki banvænna en meðal kvef. Ég pósta því hér tölum yfir fjölda látinna í New York-fylki eftir dánarorsök. Nú eru 22 dagar síðan þrír dóu sama daginn í fylkinu vegna covid. Ef við umreiknum dánartíðnina í venjulegu ári yfir á þetta tímabil þá væri listinn svona:

Dauðsföll á 22 dögum:

  • Covid: 6.898
  • Hjartasjúkdómar: 2.658
  • Krabbamein: 2.107
  • Slys: 463
  • Langvinnir öndunarfærasjúkdómar: 437
  • Slag: 378
  • Flensa/lungnabólga: 272
  • Sykursýki: 252
  • Alzheimer: 212
  • Hár blóðþrýstingur: 163
  • Sýklasótt (blóðeitrun): 138
Þú gætir haft áhuga á þessum
  • Og aðrar orsakir:
  • Byssumorð: 47
  • Sjálfsmorð: 35
  • Ofskammtar af lyfjum eða fíkniefnum: 236

Samkvæmt þessu er covid skæðara en allt þetta til samans: Hjartasjúkdómar, krabbamein, slysfarir, langvinnir öndunarfærasjúkdómar, slag, árleg flensa/lungnabólga, ofskammtar af lyfjum eða fíkniefnum, sykursýki, byssumorð, sjálfsmorð.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: