- Advertisement -

DAUÐANS ALVARA

Þetta fólk verður að fá að horfast í augu við afleiðingar þessarar plágu.

Árni Gunnarsson, fyrrverandi fréttamaður og þingmaður, skrifar:

Nú legg ég til, að íslensku sjónvarpsstöðvarnar sýni myndir af skelfilegum þjáningum sjúklinga, sem hafa orðið veikir af Covid 19 veirunni. Það er nóg af slíkum myndskeiðum á erlendum sjónvarpsstöðvum. Síðan mætti skjóta inn myndum af nýjum grafreitum, t.d. í Bandaríkjunum og Brasilíu, þar sem liggja hundruð og þúsunda einstaklinga, sem látist hafa úr veirunni.

Hópar Íslendinga, einkum yngra fólk, tekur lítið eða ekkert mark á þeirri dauðans alvöru, sem er fylgifiskur smits. Þetta fólk verður að fá að horfast í augu við afleiðingar þessarar plágu og oft á tíðum heimskulegs framferðis, ekki bara gagnvart sjálfum sér, heldur einnig samborgaranna.

Stjórnvöld eiga ekki að hika við, að beita hörðustu aðgerðum gegn veirunni, jafnvel þótt það kosti einhver fjárhagsleg áföll. Hér er um líf og dauða að tefla og nánast ógjörlegt að fara milliveg til að sætta einhverja hagsmunahópa. Lífið er dýrmætara en allt annað, jafnvel peningar. Þeirra má afla á nýjan leik. Hins vegar verður plágunni ekki snúið við, nema með sameiginlegu átaki og skynsamlegum lífsháttum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: