- Advertisement -

Dauf eyru tveggja prófessora og Sjálfstæðisflokksins

Jóhann Þorvarðarson:

Sem betur fer þá eru ekki allir háskólar svona skyni skroppnir því London School of Economics hefur hafið greiningarvinnu út frá því sjónarmiði að afleiðingar veðuröfga séu stórlega vanmetnar í hagstjórninni.

Í umræðu um verðbólgu þá er hún gjarnan útskýrð með flöskuhálsum á framboðshliðinni og aðgerðum ríkisstjórna á eftirspurnarhliðinni vegna kóvít-19 faraldursins. Stundum er síðan fjallað um afleiðingar launahækkana. Sjálfur hef ég viljað bæta við útskýringu sem á rætur að rekja til öfgaveðurfars og nauðsyn þess að finna góð hugtök um þennan áhrifaþátt. Ég hef fengið litlar sem engar undirtektir. Í þeim efnum eru mér minnisstæð viðbrögð tveggja prófessora við Háskóla Íslands, en báðir buðu upp á vandræðalega þögn þegar ég færði efnið í tal.

Viðbrögðin voru svona fyrirlitning gagnvart mér eða málefninu í formi þagnar. Ekki einu sinni lítið humm var í boði fræðimannanna. Upplifunin var að tappi eins og ég ætti ekki að telja sig vera eitthvað númer og að hinir virðulegu prófessorar væru alveg færir um að spá í þetta bara einhvern tímann seinna. Og þá upp í fögrum fílabeinsturn fræðasamfélagsins. Annar prófessoranna mætti meira að segja í sjónvarpsviðtal hjá gjaldþrota stöð þar sem hann var spurður um verðbólguna og álit sitt á henni. Svarið var klént og engu orði var eitt í að nefna afleiðingar öfgaveðurs á verðlagið.

Sem betur fer þá eru ekki allir háskólar svona skyni skroppnir því London School of Economics hefur hafið greiningarvinnu út frá því sjónarmiði að afleiðingar veðuröfga séu stórlega vanmetnar í hagstjórninni. Ákvarðanir um val milli atvinnustigs, hagvaxtar og verðbólgu verða ekki teknar án þess að meta áhrif öfgaveðurfars. Haglíkön samtímans skortir aftur á móti þessa tenginu. Bob Keefe segir til dæmis í bók sinni Climatenomics að hagkerfi veraldar séu að breytast vegna öfgaveðurfars og tímabært sé að gera sér grein fyrir því að umhverfismál séu ekki síður hagstjórnarmál en umhverfismál.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ofan í þurrkana komu síðan ofsarigningar sem sýnir hvað öfgarnar eru gríðarlegar.

The Guardian sagði frá því á síðasta ári að Svissneski endurtryggingarrisinn Swiss Re áætli að kostnaður bandaríska hagkerfisins vegna afleiðinga öfgaveðurfars verði orðinn 10 prósent af landsframleiðslunni árið 2050 og yfir allt heimshagkerfið verði kostnaðurinn 18 prósent. Vöxtur neikvæðra afleiðinga veðuröfga mælist orðið í tugum prósenta og þá erum við ekki eingöngu að horfa á glataða uppskeru. Innviðir skolast burt og þurrkaeldar brenna önnur mannvirki upp. Ef maður gleymir sér á forritum eins og YouTube þá sér maður æ oftar stuttmyndbönd af risavöxnum aurskriðum skola burtu mannivirkjunum.

Nú berast nýjar fréttir frá hinni vandamáladrifnu Argentínu um fordæmalausan uppskerubrest af völdum þurrka. Afleiðinganna mun gæta langt út fyrir landið í formi minnkandi framboðs á soja, korni og hveiti. Afurðaverð mun hækka að öllu öðru jöfnu og gera baráttuna við verðbólgumóra enn erfiðari. Aukreitis mun Argentína standa frammi  fyrir auknum erfiðleikum varðandi skil á afborgunum erlendra skulda á sama tíma og verðbólga ferðast með himinskautum í 104 prósentum.

Hér er ekki um einangraðan atburð að ræða því við vitum til dæmis að Kaliforníuríki, sem ásamt nálægum svæðum framleiðir um fjórðung allra matvæla í Bandaríkjunum, hefur glímt við alvarlega þurrka undanfarin mörg misseri. Ofan í þurrkana komu síðan ofsarigningar sem sýnir hvað öfgarnar eru gríðarlegar. Uppskerubrestur var síðan nýverið í kaffiræktun í Brasilíu og sjá má á gervihnattamyndun hvernig stór ræktunarsvæði liggja undir þurrkaskemmdum. Löngu tímabært er því að hagstjórnendur og fræðimenn taki á sig rögg og rannsaki áhrif veðuröfga á verðbólgu og aðrar hagstærðir. Lífið eins og við þekkum það stendur einfaldlega ógn af veðuröfgum.

Staða mála minnir mig á aukmunarverða hegðun Sjálfstæðisflokksins fyrir nokkrum árum síðan. Eða þegar Steingrímur Hermannsson var seðlabankastjóri. Hann vildi að bankinn veitti umhverfismálum verðskuldaða og aukna athygli við hagstjórnina. Sótti hann því ráðstefnur í því sambandi ásamt því að taka sæti í stjórn einhverra samtaka á þessu sviði. Flokkurinn setti allt á hliðina upp í Seðlabanka í dyggu samstarfi við Þröst Ólafsson þáverandi formann bankaráðsins. Sá lét teyma sig áfram á asnaeyrunum og út í það að senda frá sér smánarlega yfirlýsingu, sem elst hefur illa.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: