Fréttir

Davíð veit um orsakir verðbólgunnar

By Miðjan

May 01, 2021

Davíð, sem meira að segja, var eitt sinn Seðlabankastjóri, sællar minningar, hefur að hann telur fundið orsakir verðbólgunnar og tilkynnir niðurstöðuna í Staksteinum dagsins:

„Verðbólg­an hér á landi er orðin of mik­il. Hún fer von­andi ekki úr bönd­um, en verðbólgu­mæl­ing­arn­ar þarf að taka al­var­lega. Ýmis­legt hef­ur áhrif til hækk­un­ar, en það er líka ým­is­legt sem hef­ur áhrif til lækk­un­ar. Við venju­leg­ar aðstæður ætti nú­ver­andi ástand í efna­hags­mál­um, sem or­sakaðist af kór­ónu­veirufar­aldr­in­um, að draga úr verðbólgu. Sam­drátt­ar­tími er al­mennt ekki verðbólgu­tími.

Hér hef­ur það engu að síður gerst að í miðjum heims­far­aldri – þeim skæðasta í manna minn­um – læt­ur verðbólgu­draug­ur­inn á sér kræla.

Hver skyldi vera skýr­ing­in á þeirri ógæfu ofan á hina?

Þó að heims­far­ald­ur­inn sé eðli máls sam­kvæmt ut­anaðkom­andi vandi sem Íslend­ing­ar höfðu ekk­ert með að gera, þá er verðbólg­an sjálf­skap­ar­víti.

Hér á landi gerðist það að á sama tíma og at­vinnu­lífið glímdi við marg­vís­leg­an vanda fóru for­ystu­menn úr verka­lýðshreyf­ing­unni fram af miklu offorsi og óbil­girni og þvinguðu fram launa­hækk­an­ir sem voru al­ger­lega úr takti við það sem at­vinnu­lífið gat ráðið við.

Seðlabanka­stjóri hef­ur bent á að hags­munaaðilar hér á landi hafi stund­um of mik­il áhrif „sem séu land­inu ekki til heilla“. Vart er til skýr­ara dæmi um það en fyrr­greind­ar þving­un­araðgerðir.“