- Advertisement -

Davíð vill fá nýjan útvarpsstjóra

Davíð Oddsson er búin að fá nóg af RÚV. Kominn með upp í háls. „Ein­hvern tíma hlýt­ur það að ger­ast að „RÚV“ fái að búa við lág­marks­stjórn eins og önn­ur fyr­ir­tæki í land­inu. Hvernig væri að aug­lýsa eft­ir út­varps­stjóra?“ Þetta eru lok leiðara dagsins. Hvað fer svona illa í ritstjórann. Jú, þetta:

„Enn held­ur „RÚV“ áfram óskilj­an­leg­um árás­um á sendi­herra Banda­ríkj­anna á Íslandi. (Glæp­ur hans virðist einkum sá að hafa verið skipaður, með samþykki þings­ins, af Trump for­seta.) Síðast í gær var flutt langt sam­tal um illsku sendi­herr­ans og fór þar banda­rísk kona, sem um skeið sat á þingi fyr­ir Bjarta framtíð, sem einnig átti stutt skeið á Alþingi. Eft­ir að hafa for­mælt sendi­herr­an­um gaf hún þá skýr­ingu á andúð sinni að hafa ætlað sér að sækja um vott­orð vegna nafna­breyt­ing­ar og hefði þurft að gera það gegn um dyrasíma sendi­ráðsins! Ekk­ert benti til að nú­ver­andi sendi­herra hefði haft eitt­hvað með fyr­ir­komu­lagið að gera!“

Hvað er að RÚV. Talað við konu sem eitt sinn var í Bjartri framtíð. Nú tók steininn úr. Meira úr leiðaranum:

„Andúð „RÚV“ á Banda­ríkj­un­um er alþekkt og fær­ist mjög í auk­ana kom­ist stjórn­mála­leg­ir and­stæðing­ar þess í meiri­hlutaaðstöðu á þingi eða í Hvíta hús­inu. Frétta­stof­an hef­ur um skeið haft sér­stak­an frétta­mann til að sjá um linnu­laus­ar árás­ir á nú­ver­andi for­seta. Þótt sá hafi aðeins verið hvíld­ur, eft­ir að hafa farið offari, svo ann­ar annaðist þetta stór­mál með dyrasím­ann.“

Hið nýja sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík. Skothellt.

Davíð kýs að upplýsa hina vonlausu fréttastofu:

„Hitt veit þessi sjálf­hverfa frétta­stofa ber­sýni­lega ekki að Banda­rík­in hafa varið stór­brotn­um fjár­mun­um til að tryggja ör­yggi nýs sendi­ráðs á Íslandi og hef­ur það allt ekk­ert með nú­ver­andi sendi­herra að gera, og dellu­frétt­irn­ar um ör­ygg­is­vesti verða öm­ur­lega smá­ar hjá því öllu.“ Og svo:

„Ann­ar fréttamaður „RÚV“ sagði í vik­unni að hinn um­setni sendi­herra hefði sótt um það til ís­lenskra yf­ir­valda að fá að vera í skot­heldu vesti(!) auk ann­ars. Síðan hvenær hef­ur þurft heim­ild ís­lenskra yf­ir­valda til að velja sér vesti? Skot­held vesti skaða ekki nokk­urn mann, nema hugs­an­lega þá sem burðast með þau.“

Þetta er mikið rétt. Hver og einn velur sér sitt veski. Annað gildir um byssu í beltisstað. Umfram allt. Fyrir okkur hin eru þetta skemmtifréttir. Ambassadorinn er kærkomið innlegg í júlíhaustið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: