Fréttir

Dómarar og ráðherrar

By Miðjan

March 21, 2019

Valtýr Sigurðsson, lögmaður og fyrrverandi ríkissaksóknari og dómari, skrifar grein um dómaravanda íslenskra stjórnmála, í Fréttablaðið í dag og kemur þar inn á muninn hér og á hinum Norðurlöndunum.

„Hluti af því að búa í réttarríki er að geta leitað til sjálfstæðra og óvilhallra dómstóla og njóta þannig réttaröryggis. Skipun dómara er stór hluti af þessu kerfi. Þrátt fyrir að við höfum svipað fyrirkomulag og t.d. Norðurlöndin er skipun í dómarastöðu sífellt deiluefni hér á landi. Staðreyndin er hins vegar sú að dómsmálaráðherrar hinna Norðurlandanna hlutast yfirleitt ekki til um tilnefningar hæfnisnefnda um dómara. Því mætti ætla að ábyrgð ráðherra þar væri annars konar en ráðherraábyrgð hér.“