- Advertisement -

Dómgreindarleysi heilbrigðisráðherra

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Er til of mikils ætlast að Framsóknarmenn sýni dómgreind eða er hana ekki að finna á þeim bænum?

Willum Þór heilbrigðisráðherra heldur áfram þokukenndri hugsun sinni, sem hann hóf þegar sumir fengu undanþágur frá sóttvarnarreglum rétt fyrir jól. Nú segir hann „að viðbúið sé að einhverjir skólar muni þurfa að loka vegna fjölda starfsmanna og barna í einangrun og sóttkví“. Samkvæmt þessu þá er veiran mjög skipulögð í yfirreið sinni. Velur út hvaða skóla hún herjar á hverju sinni og hvaða fólk verður fyrir smiti. Þess vegna munu bara sumir skólar þurfa að loka á meðan aðrir eru á góðu róli.

Hér er á ferðinni alveg ný tegund af mannfyrirlitningu, jafnvel stéttaskiptingu. Veiran smitar bara suma. Er til of mikils ætlast að Framsóknarmenn sýni dómgreind eða er hana ekki að finna á þeim bænum?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: