- Advertisement -

Domino’s líti sér nær

Samkvæmt Birgi þá fær láglaunafólkið sem bakar pizzurnar of há laun,

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Að kenna láglaunafólki um slakan árangur Dominos er brandari af ódýrustu gerð.

Fráfarandi framkvæmdastjóri pizzakeðjunnar Dominos, Birgir Örn Birgisson, kennir öllum öðrum um að reksturinn gangi illa. Til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri þá fær hann auðvitað gagnrýnislaust áróðursviðtal hjá Fréttablaðinu, sem Dominos borgaði kannski fyrir. Samkvæmt Birgi þá fær láglaunafólkið sem bakar pizzurnar of há laun, samkeppnisaðilar eru að standa sig of vel eða að svindla með því að greiða laun undir borðið. Án þess að nafngreina fyrirtækið, og þar með setja alla undir grun, þá tiltekur Birgir Örn ákveðinn matsölustað sem er með launakostnað upp á 12 prósent af rekstrarkostnaði. Á sama tíma er launahlutfallið hjá Dominos 40 prósent. Birgir segir það beint út í viðtalinu að mögulegt sé að umræddur veitingastaður borgi svört laun.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Birgir ætti að beina spjótum sínum að ríkisstjórninni.

Birgir Örn skautar fram hjá mikilvægum staðreyndum sem varpa ljósi á stöðu mála. Hvað Dominos varðar þá hefur reksturinn verið þungur í mörg ár að sögn Birgis. Það hefur samt ekki komið í veg fyrir að Dominos hefur ítrekað reynt að draga úr samkeppni með kaupum á keppinautum. Þar má til dæmis nefna uppkaup á hluta af rekstri veitingastaðarins Pizzan. Eitthvað kostar þetta brölt og eykur á fastan kostnað. Síðan er það skattahliðin á málinu. Ef maður gefur sér að umrætt veitingahús sem Birgir vænir um svindl sé ekki stór veitingakeðja þá eru líkindi til þess að eigendur starfi hjá fyrirtækinu við að baka pizzurnar. Samkvæmt ákvæðum skattalaga þá er þeim heimilt að taka drjúgan hluta af eigin launum út sem arð. Þannig geta eigendurnir lækkað raunskatthlutfall sitt um 28 prósent og stórlega lækkað launaliðinn í bókhaldinu. Birgir ætti að beina spjótum sínum að ríkisstjórninni, sem hefur komið þessu kerfi á í samstarfi við Samtök atvinnulífsins, í stað þess að pönkast á láglaunafólkinu og breiða yfir sjálfan sig.

Það verður gaman að sjá hvernig nýju pizzastaðirnir, Spaðinn og Reykjavík Pizzeria efst á Bragagötu muni ganga. Staðirnir eru ekki með heimsendingar, ná kostnaðinum niður og lækka verð. Og þar enginn forstjóraleikur í gangi. Að kenna láglaunafólki um slakan árangur Dominos er brandari af ódýrustu gerð.     


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: