- Advertisement -

Don Kíkótí sjálfstæðismanna

Með honum ríða örfáir skjaldsveinar í stöðugri leit að heilögu stríði.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Sjálfstæðisflokkurinn á sinn Don Kíkótí. Að sögn kunnugra ku hann ekki hafa brosað í áratugi og fer ástandið síst batnandi. Með honum ríða örfáir skjaldsveinar í stöðugri leit að heilögu stríði. Nýverið gekk Don Kíkóti fram á verðuga vindmyllu, þriðja orkupakkann.    

Boðar Don Kíkóti upplausn og endalok sjálfstæði Íslands ef Alþingi samþykkir pakkann. Talað er ýmist með miklum tilfinningaþrunga eða beinhörðum hótunum beint að þingmönnum flokksins sem ekki fylgja Doninum að málum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Minna er um málefnaleg rök þrátt fyrir að Sansjósar flokksins hafi gert sitt besta að kalla þau fram hjá Doninum.

En nú býr svo við að Doninn hefur spilað út spaða ásnum og það daginn eftir þjóðhátíðina. Þvílík bomba. Komið hefur í ljós að það vantar einn bolla í kaffistell eldri sjálfstæðismanna eftir óvænta úrsögn peningalegs félagsmanns.

Kæmi ekki á óvart að sjálfstæðismenn sem eru samþykkir orkupakkanum séu lafhræddir við tíðindin – „Shaking in their boots“   


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: