- Advertisement -

Drepfyndinn Friðrik Sophusson

Plís, Friðrik ekki koma alveg strax með annan.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Nýjasti grínarinn á landinu er Friðrik Sophusson stjórnarformaður Íslandsbanka. Hann er alveg drepfyndinn. Ég mæli með að hlusta á kappann. Hann er gleiðgjafi. Sjálfur er ég kominn með harðsperrur í sixpakkann af taumlausum hlátri.

Uppistandarinn segir ekkert smámál að lækka laun bankastjóra Íslandsbanka úr 4,4 í 3,8 millur á mánuði. Hér byrjaði ég að hlægja, en hafði stjórn á hlátrinum svo ég truflaði ekki nærstadda.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég byrjaði að missa tökin á hlátrinum þegar ég las réttlætingu grínarans fyrir því að þetta væri ekki smámál.

Hún var að á þá leið að vegna þess að Íslandsbanki hafði forðum daga (muniði eftir hruninu)  verið í einkaeigu að þá ætti núverandi eigandi (það eru landsmenn) að sættast á að laun bankastjórans væru hærri en laun forsætisráðherra landsins. Sem sagt að gamla bankamenning Íslandsbanka átti ekki að verða fyrir áhrifum frá nýjum eigendum og nýjum kröfum samtímans um hyggilegar ákvarðanir.

En spaugarinn var ekki hættur. Hann er alveg að drepa mig úr hlátri þegar hann segir að bankastjórinn megi ekki þiggja laun fyrir stjórnarsetu í öðrum fyrirtækjum. Vinna sem fer fram á vinnutím Íslandsbanka. Honum finnst ósanngjarnt að viðkomandi fá ekki að tvírukka fyrir vinnuframlag sitt.

Plís, Friðrik ekki koma alveg strax með annan, ég þarf að jafna mig fyrst.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: