Fréttir

Drífa: Dagur vonbrigða

By Miðjan

February 19, 2019

Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins:

„Dagur vonbrigða í dag þegar við fengum kynningu á skattatillögum stjórnvalda.  1. Skattalækkun upp allan stigann (enginn að kalla eftir skattalækkun á hæstu tekjuhópana).  2. Sennilega frysting persónuafsláttar í nokkur ár (raunlækkun persónuafsláttar).  3. Ekkert meira inn í barnabóta- og húsnæðiskerfin en komið er (Fjármagn í barnabætur hafa ekki náð raungildi ársins 2010).  4. Enginn hátekjuskattur eða hækkun á auðlindagjöldum og fjármagnstekjuskatti (Tekjuöflun engin).  5. Skattalækkun á þá hópa sem enn ná ekki endum saman dugar varla fyrir einni ferð í Bónus og sú lækkun á að koma einhverntíman á næstu þremur árum. Niðurstaða: Þetta verður ekki til að liðka fyrir kjarasamningum.“