- Advertisement -

Drífa varar við einkavæðingu

„Ég vara sterklega við því að heilbrigðisþjónusta verði einkavædd enn frekar en nú er vegna kófsins. Það er alveg ljóst að fjármálaöfl í heiminum hafa í sífellt ríkari mæli rennt hýru auga til velferðarkerfisins þar sem fjármagnið kemur frá ríkinu (öruggar tekjur) og svo er hægt að „hagræða“ eða koma á gjöldum til að dekka arðinn sem auðvitað er gerð krafa um,“ skrifar Drífa Snædal, forseti ASÍ.

„Sérfræðingar keppast við að vara við einmitt þessu og ég hef áður vakið athygli á því hvað Svíar eru komnir óhugnanlega langt á þessa braut. Hér er grein um hvernig einkavæðing öldrunarþjónustu í Svíþjóð kom í veg fyrir að viðkvæmustu hóparnir væru verndaðir með skelfilegum afleiðingum. Látum þetta okkur að kenningu verða.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: