
Jóhann Þorvarðarson:
Samtals 128.943 krónur. Þetta er í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.
Nýverið fór ég með meginlið stórutáar í viðgerð hjá prýðilegum lækni. Liðurinn var hreinsaður og ofvaxið bein skorið frá. Aðgerðin gekk vel, en hún var ekki ókeypis. Vegna reglubundinna umræðu um samningsleysi milli lækna og Sjúkratryggingar þá ætla ég að deila með ykkur kostnaðinum sem féll á mig vegna viðgerðarinnar.
Röntgenmynd 10.000 krónur, viðtal og skoðun 6,146 krónur, komugjald 2.500 krónur, önnur röntgenmynd 1.966 krónur, skurðaðgerð 76.307 krónur, aðfangagjald 20.000 krónur, annað endurkomugjald 5.000 krónur, endurviðtal við lækni 7.024 krónur. Samtals 128.943 krónur. Þetta er í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.