- Advertisement -

Dýrt klúður Seðlabankans

Seðlabankastjóri hlýtur að axla ábyrgð á spá klúðrinu með afsögn.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Hjá því verður ekki komist að spyrja hvað er bilað upp í seðlabanka? Stofnunin hefur aðgang að bestu rauntímaupplýsingum um hagkerfið hverju sinni og er með her hagfræðinga á sínum snærum í rándýru húsnæði. Samt er bankinn með næst lélegasta árangur allra þegar kemur að verðbólguspá síðasta árs. Spá sem fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir reiða sig á við gerð eigin áætlana. Í maí á síðasta ári þá birti seðlabankinn verðbólguspá upp á 2,4 prósent, en útkoman var 4,4 prósent verðbólga samkvæmt nýbökuðum hagtölum. Þetta er risaskekkja. Hagstofan og stóru bankarnir voru á sömu slóðum, en Íslandsbanki sínu lélegastur. Sjálfur spáði ég með eigin hagspá sem birt var hér á Miðjunni að verðbólga síðasta árs yrði 4,5 prósent. Úrdráttur hennar er birtur hér á síðu Miðjunnar.

Seðlabankastjóri hlýtur að axla ábyrgð á spá klúðrinu með afsögn. Þetta er rándýr vitleysa!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjá hagspár:


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: