- Advertisement -

Efling hefur náð miklum árangri

…hef ég furðað mig á því að lýðræðislega kjörinn formaður í næst stærsta stéttarfélagi landsins hafi bein afskipti af starfsmannamálum á skrifstofu félagsins.

Lilja Mósesdóttir.
Daglegur rekstur skrifstofunnar og starfsmannamál eru á hendi framkvæmdastjóra.

Lilja Mósesdóttir skrifaði:

Efling hefur á stuttum tíma náð miklum árangri í að bæta kjör félaganna og með bættu skipulagi gæti verkalýðsfélagið orðið enn öflugra. Allt frá afsögn formanns og framkvæmdastjóra Eflingar hef ég furðað mig á því að lýðræðislega kjörinn formaður í næst stærsta stéttarfélagi landsins hafi bein afskipti af starfsmannamálum á skrifstofu félagsins. Ég hef starfað í mörg ár innan verkalýðshreyfingarinnar í Noregi og þar ríkir skýr verkaskipting milli framkvæmdastjóra og formanns félags. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að formaðurinn flækist inn í starfsmannadeilur sem rýra möguleika hans til að berjast fyrir bættum hag félaganna líkt og nú hefur gerst í Eflingu.

Í Noregi sinnir formaðurinn stefnumótun, kjarasamningum og tengslum við félagsmenn. Daglegur rekstur skrifstofunnar og starfsmannamál eru á hendi framkvæmdastjóra. Starfsmenn sinna verkefnum fyrir formanninn og ræða öll samskiptavandamál við framkvæmdastjórann. Trúnaðarmenn koma óánægju starfsmanna með framkvæmdastjórann á framfæri við stjórn félagsins, sem tekur ákvörðum um hvernig brugðist skuli við. Stjórnin ber ábyrgð á ráðningu og brottrekstri framkvæmdastjóra. Formaður félagsins á auðvitað sæti í stjórn félagsins og orð hans vega þungt í ákvarðanatöku hennar.

Greinina birti Lilja á Facebooksíðu sinni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: