- Advertisement -

Efling skrifar svartapétri bréf

Mér þykir það geipileg bjartsýni að biðja brennuvarg að slökkva elda.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Formaður og varaformaður Eflingar rituðu opið bréf til félagsmálaráðherra Ásmundar Einars Daðasonar til að skora á ríkisstjórnina að efna gefin loforð um aðgerðir gegn launaþjófnaði. Þetta finnst mér kaldhæðni örlaganna í ljósi þess að fjölskylda ráðherrans var vænd um að greiða ekki lágmarkslaun, launaþjófnað, og að standa ekki skil á greiðslum í stéttarfélag fyrir tiltekinn vinnumann. Um þetta fjallaði Kvennablaðið ágætlega tólfta ágúst 2016 samanber í greininni „Svínað á verkamanni og svikið undan skatti á lögheimili Ásmundar Einars Daðasonar“.

Sjálfur skrifaði ég greinaröð um kennitöluflakk og óreglu í fjármálum fjölskyldu ráðherrans hér á Miðjuna samanber þessar greinar Ráðherra í samkrulli við Kaupfélag Skagfirðinga? Að vera með tangarhald á ráðherra Fjölskylda ráðherra á kennitöluflakki og þessi hér Enn eitt gjaldþrot fjölskyldu ráðherra!.

Mér þykir það geipileg bjartsýni að biðja brennuvarg að slökkva elda. Nær væri að spyrja forsætisráðherrann afhverju félagsmálaráðherra er ekki fyrir löngu búinn að leggja fram frumvarp um efnið. Vita ekki allir svarið við því?  


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: