Fréttir

Efling undirbýr viðbrögð við verkbanni

By Miðjan

February 20, 2023

Forysta Eflingar undirbýr sitt félagsfólk vegna yfirvofandi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. Á vef Eflingar segir:

„Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja sinna um verkbann. Verkbann er þegar atvinnurekandi sendir starfsfólk sitt heim úr vinnu og neitar að greiða því laun. Verkbann er hugsað til að neyða verkafólk til að sætta sig við verri útkomu í kjarasamningagerð en ella.

Efling vill leysa kjaradeilu við SA við samningsborðið. Samninganefnd Eflingar hefur stundað viðræður við SA í góðri trú og lagt fram málamiðlanir sem eru ásættanlegar fyrir atvinnurekendur.

Í ljósi ofangreinds vill Efling – stéttarfélag koma eftirfarandi á framfæri við félagsfólk: