- Advertisement -

Ég hef meiri áhyggjur!

Festa þarf gengi krónunnar strax. Það er ekki eftir neinu að bíða!

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Í morgunn var vefútsending frá Seðlabankanum í kjölfar hraðaákvörðunar um að lækka vexti um 0,5% vegna efnahagsáhrifa kórónuveirunnar. Ekki leið mér betur eftir að hafa hlustað á boðskap seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra varðandi mögulegar aðgerðir við núverandi aðstæður. Bæði virtust mjög óörugg í sínu skinni vegna þess að þau hafa ekki lausnirnar sem grípa þarf til við núverandi aðstæður. Svona öryggis- og úrræðaleysi sendir slæm skilaboð út á markaðinn. Í því sambandi þá á ég við erlenda markaðsaðila og hrægamma. Þeir finna strax ilm öryggis- og úrræðaleysis yfir hafið!

En það er auðvelt að sitja út í bæ og derra sig án þess að bera nokkra ábyrgð gætu sumir hugsað. Af þeim ástæðum þá legg ég hér og nú fram einu raunhæfu aðgerðina sem getur skilað langtíma árangri.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það sem þarf að gera strax er að setja aftur tímabundin neyðarlög og festa gengi krónunnar. Þó seðlabankinn hafi 800 milljarða í varasjóði til að stunda reglubundin inngrip þá er það lítið fé ef markaðurinn ákveður að færa sig yfir í traustar og dýpri myntir og trúverðugri efnahagssvæði en Ísland er.

Það eru nú þegar komnar skýrar vísbendingar um tilfærslur í þessa átt og hefur til dæmis Svissneski frankinn verið í mikilli styrkingu ásamt evrunni. Sögulegar sterkar myntir eins og pundið, sem hefur átt undir högg að sækja vegna Brexit, hefur jafnvel verið að styrkjast þrátt fyrir lækkun vaxta þar í landi. Hlutabréfaverð er einnig undir þrýstingi. Þegar áhrif olíuverðslækkunnar gagnvart dollar gefur eftir og  veirufaraldurinn virðist úthaldsbetri þá mun dollarinn koma afar sterkur til baka. Smámyntum eins og krónunni verður fórnað af markaðsaðilum. Alveg eins og í hruninu!

Þannig að ef stíflan brestur þá gætum við séð gengi krónunnar þróast með áþekkum hætti og eftir hrun. Þá veiktist krónan um 95% gagnvart dollar og evru ef miðað er við opinbert gengi Seðlabankans. Margir erlendir bankar versluðu aftur á móti með krónuna á mun verri kjörum en Seðlabankinn skráði!  Festa þarf gengi krónunnar strax við þær óvenjulegu aðstæður sem uppi eru. Það er ekki eftir neinu að bíða!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: