- Advertisement -

Ég kýs Sósíalistaflokkinn (X-J), af hverju?

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Ég óska að öll börn alist upp við góðan aðbúnað og öðlist tækifæri til þroska og menntunar. Þess vegna ætla ég að kjósa Sósíalistaflokkinn á morgun. Upprætum fátækt og skömm þúsundir barna á Íslandi!

Eftir að hafa velt stefnu flokkanna gaumgæfilega fyrir mér þá er enginn flokkur sem hefur stefnu sem fellur fyllilega að mínum lífsgildum og viðhorfum. Sum staðar er hyldýpis gjá á milli. Ég er jafnaðarmaður í eðli mínu, en skil líka að sanngjörn og heilbrigð samkeppni er af hinu góða. Hún stuðlar að hagkvæmni og betri dreifingu gæða.

Ég er alinn upp af móður sem ólst upp við sárustu fátækt sem hugsast getur. Svo sárt var að heyra hana segja frá aðstæðum sínum í æsku að það grætti mig. Þegar ég horfði í augu hennar á frásagnar stundu var mér ljóst að hún var í raun brotið barn þó fullorðin væri. Ég fæ enn blik í augun og kökk í hálsinn þegar ég hugsa til æsku móður minnar. Móðir mín öðlaðist engin tækifæri og átti bara eigin vinnusemina, samvisku, heiðarleika og brjóstvit til að vinna úr. Hún fluttist að heiman þrettán ára gömul til að vinna fyrir sér í heimavist eða um það leyti sem afi dó. Hún var því húsþræll aðalsins í Reykjavík. Eða þar til hún hafði aldur til að þjóna á matstofu í borginni.

Þá gat hún leigt sér lítið risherbergi upp á Háteigsveg í Reykjavík með aðgang að baðherbergi. Endurgjaldið var að þrífa og bóna í hólf og gólf aðra hluta hússins, tvisvar í viku.  Hún sagðist hafa öðlast sýnishorn af sjálfstæði með leigu á þessu litla risherbergi. Það sem bjargaði henni voru matarafgangar frá veitingahúsunum, sem hún mátti taka með sér heim ef eitthvað var þá afgangs. Þetta mótaði móður mína fyrir lífstíð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fátækt:

Ég fann það hvað það var henni þungbært að hafa alist upp í mikilli fátækt. Að fá ekki tækifæri til að mennta sig og rækta.

Ég fann það hvað það var henni þungbært að hafa alist upp í mikilli fátækt. Að fá ekki tækifæri til að mennta sig og rækta. Hún sagði mér að hún hafi aldrei losnað við skömmustu tilfinninguna sem fylgdi því að koma úr sárri fátækt. Henni fannst hún alltaf vera minnipoka manneskja.  

Ég var líka alinn upp af föður sem kom af vel stæðu fólki. Hann skorti aldrei neitt, fékk samt ekki of mikið. Öðlaðist tækifæri til að mennta sig við háskóla í tveimur löndum. Hann var farsæll og sáttur í sínu skinni. Glaður og áreiðanlegur maður. Foreldrar mínir höfðu sem sagt mjög ólíkan bakgrunn og það mótaði hjónaband þeirra alla tíð. Lífsreynsla móður minnar mótaði mig aftur á móti meira því hún var svo sár og ósanngjörn. Hún gat nefnilega ekkert gert að því að fæðast inn í fátækt.

Móðir mín passaði alltaf upp á að við systkinin fengjum góða aðhlynningu, heilbrigð tækifæri og menntun að eigin vali. Það voru sönn forréttindi því ekki allir samferðavinir mínir nutu samskonar munaðar. Komu því laskaðir inn í fullorðins árin.

Ég óska að öll börn alist upp við góðan aðbúnað og öðlist tækifæri til þroska og menntunar. Þess vegna ætla ég að kjósa Sósíalistaflokkinn á morgun. Upprætum fátækt og skömm þúsundir barna á Íslandi!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: