- Advertisement -

Egill Helgason braut einnig siðareglur

Jóhann Þorvarðarson:

Offors Egils stóð í vegi lýðræðislegrar umræðu í sjónvarpi allra landsmanna.

Framganga hans var einstaklega heimskuleg. Spyrja verður á hvaða vegferð RÚV er?

Í einni og sömu vikunni þá hafa tveir þáttastjórnendur gerst sekir um siðareglubrot Ríkisútvarpsins í beinni útsendingu. Fyrst var það sjálfstæðiskonan Jóhanna Vigdís og nú Egill Helgason í Silfri dagsins. Hann felldi grímuna og sýndi einum gesta þáttarins einstaka andúð og fyrirlitningu. Offors Egils stóð í vegi lýðræðislegrar umræðu í sjónvarpi allra landsmanna.

Egill fullyrti að kapítalisminn byggi yfir krafti til að laða hinar grænu lausnir fram gagnvart loftlagsvandanum. Tók hann þar með stöðu með hægri flokkum sem fengið hafa falleinkunnir um víða veröld fyrir stefnur sína í loftlagsmálum. Þar á ég ekki eingöngu við Sjálfstæðisflokkinn heldur má einnig benda á Repúblikanaflokk Bandaríkjanna. Ég held að enginn nema hinn óskammfeilni Egill Helgason sé búinn að gleyma því þegar Donald Trump þáverandi forseti Bandaríkin sagði landið frá Parísarsamkomulaginu og afneitaði loftlagsvandanum. Leyfði í kjölfarið stóraukna olíuvinnslu á friðuðum svæðum með aðferð sem kennd er við „oil-fracking“. Aðferð sem mengað hefur grunnvatn á mörgum stöðum í Bandaríkjunum.

Í stað þess að leyfa gestum þáttarins, sem allir eru í framboði í komandi Alþingiskosningum, að tjá stefnur og lausnir þeirra framboða sem þau voru fulltrúar fyrir þá blandaði Egill sér í umræðuna með ómenntaðri yfirlýsingu. Framganga hans var einstaklega heimskuleg. Spyrja verður á hvaða vegferð RÚV er?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: