Fréttir

Eigum ekki að breyta konum

By Miðjan

June 22, 2014

Stjórnmál „Það eru tvær mögulegar ástæður fyrri að konur sækist ekki eftir að fara í pólitík. Annar möguleikinn er sá að það sé eitthvað að konum. Hinn möguleikinn er sá að það sé eitthvað að pólitíkinni. Ég hallast að því síðarnefnda, að pólitíkin sé ekki aðlaðandi fyrir konur. Ef pólitíkin er ekki aðlaðandi fyrir konur, þarf að breyta pólitíkinni. Við eigum ekki að breyta konum við eigum að breyta pólitíkinni,“ sagði Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun, þar sem var rætt um hversu erfitt konur virðast eiga með að hasla sér völl í stjórnmálum.  Leiðin getur greinilega verið torsótt. Sóly sagði einnig: „Ég hef gengið í gegnum súrt og sætt og tekið slagi sem hafa verið nánas óbærilegir og það á engin að þurfa að gera sem vill hafa áhrif á samfélagið sitt, einsog við erum að gera í borgarstjórn. Við eigum að geta farið sanngjarnari leiðir til að velja okkur fólk í þessi hlutverk.“

Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM og forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, sagði að fyrir kosningarnar 2010 hafi hún setið fund sem þáverandi ráðherra sveitastjórna, Kristján Möller, efndi til. Þar var rætt um hvernig væri unnt að fjölga konum í sveitastjórnum. Guðlagu sagðist þá ekki hafa verið í pólitík og fundist hún vera sem gestur á findinum. „Þegar leið á umræðuna og ég horfði í kringum mig sá ég að þetta voru allt töffarakonur, sem höfðu barist í gegnum þessa múra. Þegarleið á fundinn ákvað ég að blanda mér í umræðuna og benti á að við værum að tala við þær sem fóru í gegn. En við vorum ekki raddir þeirra sem gáfust upp. Getum við fengið þær til að skýra út hvers vegna þær hættu.“