- Advertisement -

Einangrunarhyggja ríkisstjórnar Katrínar Jak fær áfellisdóm

Jóhann Þorvarðarson:

Það er svo sem engin nýlunda að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur styðji einangrunarhyggju, en að Vinstri græn spili með sýnir illt og falskt innræti flokksins.

Fjárfestingarfyrirtækið Ardian, sem keypti íslenska fjarskiptainnviði nýlega, lét hafa eftir sér að ef Ísland vilji laða að erlenda langtímafjárfesta þá sé nauðsynlegt að landið gangi í Evrópusambandið svo lagaramminn sé sá sami og innan sambandsins. Í dag þá upplifir fyrirtækið að það fái aðra og verri meðhöndlun hjá stjórnvöldum en innlendir aðilar fái. Einnig segir fyrirtækið að erfitt sé að glíma við áhættuna sem fylgir íslensku krónunni. Öll áhættan yrði að engu með evrunni og aðild landsins að Evrópusambandinu. Já, glöggt er gests augað!

Einangrunarstefna ríkisstjórnarinnar skerðir frelsið, sem Sjálfstæðisflokkurinn þykist meta mikils. Og stefnan veldur því einnig að hér á landi er fákeppni á mörgum sviðum og víða er enga samkeppni að finna nema á pappírunum. Refsigjöld og úrskurðir Samkeppnisstofnunar sýna fram á þetta. Afleiðingin er hærra verðlag en ella. Það er svo sem engin nýlunda að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur styðji einangrunarhyggju, en að Vinstri græn spili með sýnir illt og falskt innræti flokksins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: