- Advertisement -

Einar Kárason segir sögur af sjónum

Þátturinn Heima er bezt er á dagskrá Hringbrautar í kvöld. Þátturinn er sýndur klukkan 19:30, 21:30 og 23:30.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Einar Kárason rithöfundur. Þar sem sjómannadagurinn var í gær verður talað um sjóinn og sjómennsku. Sjálfur var Einar til sjós á yngri árum.

En það er samt ekki aðalefni þáttarins. Heldur bókin hans Stormfuglar sem fjallar um óveðrið sem skall á í febrúar 1959. Togarinn Júlí frá Hafnarfirði fórst og með honum þrjátíu sjómenn. Bók Einars er byggð á baráttu sjómannanna á Þorkeli Mána. Ævintýraleg lífsreynsla sem Einar segir skemmtilega frá.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: